Saturday 21 September 2013


ÖMMU OG AFA HILLA JÓNU OG MAGGA

JÓNA'S OG MAGGI'S GRANDPARENTS SHELF 

Svona leit hillan út þegar ég var búin að mála eina umferð og byrjuð að gera við.
This is what the shelf looked like after one round of painting and I had just started to repair it.

Hér er allt komið á og í hilluna nema plexiglerið framaná.
Here we have everything in and on the shelf except the plexiglass in front.

Toppurinn.
The top.


Gleraugu Magnúsar afa.
Grandpa Magnús's glasses.




Afar og ömmur eru hjarta kóngar og drottningar. 
Grandmas and grandpas are kings and queens of hearts.

Silfur hjarta hálsmen og ilmvatnsglas.
A Silver Heart Necklace and a bottle of perfume.


Gömul meðalaglös.
Old medicine bottles.

Úr ömmu Arnbjargar.
Grandma Arnbjörg's wristwatch.

 Hliðarnar.
The sides.

Bókahólfið. Ein bók fyrir hjón og sitt hvor fyrir ekki hjón.
The bookcase. One book for each couple and one each for the ones that are not a couple.

 
Bækurnar eru fyrir minningar Jónu og Magga um ömmur þeirra og afa.
Bækurnar eru unnar eins og venjulegar bækur, saumaðar og innbundnar, með leðri á kili.
The books are for Jóna's and Maggi's memories of their grandparents. The books are made like regular books, sewed and leather-bound.

Langafi Jón og amma Stefanía.
Great grandpa Jón and grandma Stefanía.

 
Langafi Jón var bóndi og amma Stefanía ljósmóðir.
Great grandpa Jón was a farmer and grandma Stefanía was a midwife.

Kápumerki ömmu Stefaníu.
Grandma Stefanía's Coat logo.

Eins lítra mjólkurflaska tengist sterkt minningu um ömmu Stefaníu.
The one liter milk bottle has great relevance to my memory of grandma Stefanía.




Amma Marta og afi Kristján.
Grandma Marta and grandpa Kristján.

 
Dúkkuna Edit átti amma Marta, gjöf frá danskri konu. 
Afi Kristján safnaði frímerkjum.
The doll, Edit, belonged to grandma Marta. It was a gift from a Danish woman. Grandpa Kristján collected stamps.

 Afi Kristján starfaði mikið með leikfélagi Hornafjarðar.
Grandpa Kristján worked a lot with the Hornafjörður theater group.


Afi Kristján vann m.a. sem sparisjóðsstjóri.
Grandpa Kristján used to work, among other things, as a bank manager.

Eitt það fyrsta sem amma Marta keypti, fyrir kaupakonu launin sín, var bollastell.
One of the first things grandma Marta bought for her salary as a maid, was a Coffee Set.

Amma Arnbjörg og afi Magnús.
Grandma Arnbjörg and grandpa Magnús.

Amma Arnbjörg var mjög fróð um plöntur og ræktaði allt mögulegt.
Afi Magnús vann sem húsvörður í stjórnarráðinu, hann safnaði frímerkjum.
Grandma Arnbjörg was very knowledgeable about plants and grew all sorts of things. Grandpa Magnús was a janitor in the Government offices, he collected stamps.

Amma Arnbjörg hafði mjög gaman af að gefa barnabörnunum sælgæti og var iðin við það.
Grandma Arnbjörg liked giving her grandchildren sweets and did a lot of it.

Amma Ragnheiður var matráðskona á sjúkrastofnunum.
Grandma Ragnheiður was hospital chef.

Amma Ragnheiður var mikið fyrir handavinnu, heklaði mjög fína dúka og prjónaði á barnabarnabörnin.
Grandma Ragnheiður liked to crochet, and made very nice tablecloths and knitted for her great grandchildren.

Dúkinn knipplaði hún og hún var óþreytandi við að bjóða öllum í mat og ekki síst barnabörnum sem voru í námi í höfuðborginni.
She made the Bobbing Lace (the tablecloth here) and she was Indefatigable in inviting everyone to dinner, especially the grandchildren studying in the capital.

Amma Martha og afi Asser.
Grandma Martha and grandpa Asser.

Gömul norsk þjóðbúningadúkka og norsk frímerki.
An old doll wearing a Norwegian national dress and some Norwegian stamps.

Gömul aura mynt frá Noregi.
Some old coins from Norway.

Eins og fánarnir benda til voru Martha og Asser norsk og bjuggu í Noregi.
As the flags point at, Martha og Asser were from Norway an they lived there. 

Afi Jón.
Grandpa Jón.

 
Afi Jón fór allra sinna ferða á reiðhjóli, líka þegar hann fór að veiða og á skytterí. Hafði gaman af spilum og spilagöldrum.
Grandpa Jón always used a bicycle to travel, even when he went fishing or hunting. He liked card games and card (magic) tricks.

Áratugum saman vann hann í frystihúsi KASK í frystingu og pökkun.
For decades he worked for KASK in a Fish factory, freezing and packaging.

Hér er plexiglerið komið á.
Here the plexiglass is in place.

Hurðir eru fyrir bóka"skápnum"
Doors for the bookcase.


Plexiglerið er skrúfað á og skrautvinklarnir eru límdir ofaná skrúfuhausana.
The plexiglass is screwed in place and the decoration angulated are glued on top of the screwheads.






9 comments:

  1. Þetta er algjört meistaraverk Jóna!! Virkilega flott og merk minning um forfeður ykkar Magga.
    Algjört listaverk.

    ReplyDelete
  2. So true.. it's a beautiful masterpiece, Jona.. Love the precious memories behind your art. Tfs.

    ReplyDelete
  3. vá Jóna þetta er master piece !!! Algjör augnakonfekt :)

    ReplyDelete
  4. Vá jóna, held að þú hafir toppað allt í skrappinu!! þvílík snild og virkilega fallegt :D

    kv Stína ;)

    ReplyDelete
  5. Ofboðslega er þetta fallegt hjá þér Jóna, skemmtilegt að heiðra minningu forfeðranna svona :o)

    ReplyDelete
  6. Þvílíkt listaverk Jóna!!! Ég á bara ekki orð, mikið ofboðslega er þetta falleg leið til að halda minningu þeirra á lofti.

    ReplyDelete
  7. Ekkert smá flott hjá þer.
    Þetta er sannkallað listaverk já með stóru LISTAVERK

    ReplyDelete